- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norsku meistararnir unnu í Szeged – myndskeið

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad t.h. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad, með tríó íslenskra handknattleikmanna innanborðs, gerði sér lítið fyrir og vann ungverska liðið Pick Szeged, 29:27, í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór fram í Szeged í Ungverjalandi. Janus Daði Smárason leikur með Szeged. Hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Þetta var þriðja tap Pick Szeged í Meistaradeild og í ungversku deildinni.

Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Kolstad sem lyftist upp í sjötta sæti af átta liðum B-riðils með þessu sigri. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki mark fyrir Kolstad að þessu sinni.

Annar sigur

Kolstad hefur þar með unnið tvær viðureignir í Meistaradeildinni á leiktíðinni en tapað fjórum. Pick Szeged er með þrjá sigri og þrjú töp fram til þessa. Adrian Aalberg skoraði sjö mörk fyrir Kolstad og Magns Søndena var næstur með fimm mörk.

Imanol Alustiza og Mario Sostaric skoruðu níu sinnum hvor fyrir Pick Szeged.

Staðan var jöfn í hálfleik í Pick Arena, 12:12. Norska liðið var með öll tromp á hendi þegar kom fram í síðari hálfleik og hafði tveggja til fimm marka forskot.

Markaveisla í Berlín

Í A-riðli vann franska meistaraliðið PSG liðsmenn Füchse Berlin, 40:38, í Max Schmelinga halle í Berlin, 40:38. Mathias Gidsel var með Berlinarliðinu á nýjan leik. Hann skoraði 10 mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Frakkinn Elohim Prandi skoraði níu mörk fyrir PSG og Kamil Syprzak átta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -