FH-ingar létu ekki bjóða sér það tvisvar að geta stokkið upp í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Þeir nýttu tækifærið þegar Afturelding tapaði og Haukar eiga ekki leik fyrr en annað kvöld og tryggðu sér bæði stigin úr leiknum við ÍR og settust í fyrsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir tíu leiki. Fimm marka sigur á botnliði ÍR, 34:29, eftir að hafa verið með níu marka forskot í hálfleik, 19:10.
Leikið var í Kaplakrika, heimavelli FH-inga. Þeir létu ÍR-inga aldrei komast á bragðið þótt vissulega hafi heimamenn slakað aðeins á klónni undir lokin.
Eins og áður þá var á brattann að sækja hjá ÍR-ingum að þessu sinni. Leikmenn liðsins eiga hinsvegar hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp. Þeir héldu áfram að berjast nú eins og áður þótt það hafi ekki skilað þeim stigi nú frekar en áður.
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 8, Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Ásbjörn Friðriksson 7/4, Einar Örn Sindrason 3, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, EInar Rafn Eiðsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Ágúst Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 12, 30,8% – Júlíus Freyr Bjarnason 1, 33,3%.
Mörk ÍR: Ólafur Haukur Matthíasson 9, Sveinn Brynjar Agnarsson 7, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Logi Ágústsson 2, Eyþór Vestmann 1, Eggert Sveinn Jóhannsson 1, Ólafur Malmquist 1, Gunanr Valdimar Johnsen 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12, 33,3% – Óðinn Sigurðsson 1, 9,1%.