- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nú er að duga eða drepast

Leikmenn Vipers ætla í úrslit Meistaradeildar í fyrsta skipti. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Um helgina hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild kvenna og það eru margar athyglisverðar viðureignir sem boðið eru uppá. Rúmensku liðin Valcea og CSM Búkaresti eigast við en þau hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í Rúmeníu þar sem Búkaresti hefur oftar en ekki verið skrefinu framar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem liðin mætast í Evrópukeppni en Búkaresti verður að teljast líklegra til sigurs þar sem það býr yfir meiri reynslu á þessu sviði.

Sigurvegararnir í B-riðli, Györ, mætir þýska liðinu Bietigheim og freistar þess að halda áfram að vera taplaust en liðið hefur nú unnið 44 leiki og gert sjö jafntefli.

Á sama tíma verður boðið uppá Skandinavíuslag þegar að norska liðið Vipers og danska liðið Odense mætast. Rússnesku liðin Rostov-Don og CSKA eru sigurstranglegri í sínum viðureignum þar sem að Rostov mætir Podravka en CSKA leikur við Krim.

Esbjerg vonast til þess að geta veitt Brest harða mótspyrnu en franska liðið reiðir sig mjög á Önnu Gros, en hún er markahæst í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Svo eru það fornir fjendur sem mætast þegar að Buducnost og FTC eigast við.

Leikir helgarinnar

Valcea – CSM Búkaresti | Laugardagur 6.mars  kl 14.00

 • Þessi lið áttust við í rúmensku deildinni fyrir tveimur vikum þar sem CSM sigraði 27-22 þrátt fyrir að hafa verið án níu lykilleikmanna.
 • Cristina Neagu leikmaður CSM er næst markahæst í Meistaradeildinni en hún hefur skorað 76 mörk í níu leikjum.
 • Valcea hafa aðeins unnið þrjá af síðustu tuttugu leikjum sem þessi lið hafa spilað.
 • Á síðustu leiktíð komust Valcea í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta sinn síðan tímabilið 2012/13 en CSM hafa hins vegar komist alla leið í Final4 þrisvar sinnum á síðustu fimm árum.
 • Adrian Vasile þjálfari CSM mun koma aftur á bekkinn eftir að hafa misst nokkrum leikjum í rúmensku deildinni eftir að hann greindist með Covid-19.

Krim – CSKA | Laugardagur 6.mars   kl 14.00

 • Þessi lið hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppnum
 • CSKA sem er nýliði í Meistaradeild kvenna lenti í 2.sæti í B-riðli með 23 stig
 • Rússneska liðið vann 11 leiki í riðlakeppninni, fleiri leiki en nokkurt annað lið.
 • Krim endaði í 7.sæti í A-riðli með sjö stig en þeim gekk hins vegar vel gegn Rostov þar sem þær unnu heimaleikinn 28-27 og gerðu jafntefli í Rússlandi 23-23.
 • Daria Dmitireva fyrirliði CSKA er óðum að ná sér af meiðslunum sem hafa haldið henni frá keppni undanfarnar vikur en það er þó enn óljóst hvort hún nái að vera spilfær fyrir þennan leik.

Podravka – Rostov-Don | Laugardagur 6.mars  kl 16.00

 • Rostov endaði í 1.sæti í A-riðli með 21 stig á meðan Podravka voru á botni B-riðils með fjögur stig.
 • Króatíska liðið vann fyrsta leikinn sinn í riðlinum gegn Buducnost, 29-26 og hinn sigurleikurinn var 10-0 sigur þeirra gegn Valcea. En það tapaði hinum 12 leikjum sínum í riðlinum.
 • Rostov vann á dögunum sinn sjöunda bikarmeistaratitil í röð þegar það sigraði Lada Togliatti 25-16 í úrslitaleik þar sem að Anna Vyakhireva fór á kostum en þetta var fysti leikur hennar eftir að hún meiddist fyrir áramót.
 • Þessi lið hafa aðeins mæst einu sinni áður en það var í Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 2013/14 en þá skiptust þau á heimasigrum en rússneska liðið fór þó áfram á samanlögðum úrslitum.
 • Eftir sviplegt fráfall Zlatko Saracevic þjálfara Podravka þann 21.febrúar sl hefur Antonio Pranjic aðstoðarþjálfari liðsins tekið við og undirbúið liðið fyrir þessa leiki gegn Rostov.

Bietigheim – Györ | Sunnudagur 7.mars  kl 12.00

 • Györ hefur unnið 10 leiki á þessari leiktíð en það eru fleiri leikir en Bietigheim hefur unnið í Meistaradeild kvenna.
 • Ungverska liðið hefur ekki tapað í 51 leik í röð í Meistaradeildinni en síðasti tapleikur þess var í janúar 2018.
 • Györ hefur á að skipa besta sóknarleiknum á þessari leiktíð en þær hafa skorað 32.6 mörk að meðaltali í vetur en Bietigheim hefur hins vegar næst slakasta varnarliðið en þær hafa fengið á sig 30,5 mörk að meðaltali.
 • Þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í Evrópukeppni.

Esbjerg – Brest | Sunnudagur 7.mars  kl 14.00

 • Bæði lið eru að taka þátt í Meistaradeildinni í fjórða skiptið. Á síðustu leiktíð komust bæði liðin í 8-liða úrslit en þá var keppnin blásin af.
 • Brest endaði í 3.sæti í B-riðli með 17 stig en Esbjerg endaði í sjötta sæti í A-riðli með 12 stig.
 • Franska liðið gerði jafntefli í fimm leikjum í riðlakeppninni en það eru fleiri jafntefli en nokkurt annað lið gerði í vetur.
 • Esbjerg spilaði mun betur eftir áramót þar sem það fékk sjö stig úr þeim fimm leikjum sem liðið spilaði eftir áramót.
 • Ana Gros leikmaður Brest er markahæst í Meistaradeildinni í vetur en hún hefur skorað 87 mörk til þessa.
 • Þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í Evrópukeppni.

Buducnost – FTC | Sunnudagur 7.mars  kl 14.00

 • Þessi lið hafa mikla sögu í Evrópukeppnum en þetta verður í ellefta sinn sem þau mæstast. FTC hefur unnið sex sinnum, Buducnost fjórum sinnum og einu sinni hefur orðið jafntefli.
 • Síðast mættust þessi lið í Meistaradeildinni tímabilið 2017/18 þar sem að ungverska liðið vann báða leikina, 34-26 á heimavelli og 24-23 á útivelli.
 • Ungverska liðið fékk jafnmörg stig á heimavelli og útivelli í riðlakeppninni eða 8 talsins og þessi 16 stig dugði því til að ná fjórða sæti í A-riðlinum en Buducnost endaði í 5. sæti í B-riðlinum með 12 stig.
 • Gabor Elek þjálfari FTC er einnig landsliðsþjálfari Ungverja. Hann valdi á dögunum 11 leikmenn FTC til þess að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer síðar í þessum mánuði.

Vipers – Odense | Sunnudagur 7.mars  kl 16.00

 • Vipers hóf þetta tímabil með sjö sigurleikjum og endaði í fimmta sæti í riðlinum.
 • Norska liðið vann hins vegar aðeins einn leik af fimm síðustu leikjum sínum í riðlinum. Danska liðið tapaði þremur síðstu leikjum sínum og jafnaði þar með þeirra verstu taphrinu í Meistaradeild kvenna.
 • Heidi Løke og Nora Mørk munu ekki geta tekið þátt í þessum viðureignum vegna meiðsla
 • Odense náði alla leið í 8-liða úrslit tímabilið 2018/19 en þar voru það slegið út af Györ.
 • Þetta er í fyrsta skiptiðsem þessi lið mætast í Evrópukeppnum en Vipers hafa aðeins unnið tvo af þeim átta leikjum sem liðið hefur spilað gegn dönskum andstæðingum til þessa.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -