Nýliðar Olísdeildar kvenna lögðu ÍBV, 30:25, í upphafsleik 2. umerðar í KA-heimilinu í dag og hafa þar með unnið tvær fyrstu viðureignar sína í deildinni sem eflaust kemur einhverjum á óvart. ÍBV-liðið, sem lagði Fram fyrir viku á heimavelli, var skrefi á eftir allan tímann í dag. Staðan í hálfleik var 14:12, KA/Þór í vil.
KA/Þórsliðið hóf síðari hálfleik var krafti, skoraði þrjú fyrstu mörkin og gaf tóninn fyrir framhaldið. Um miðjan síðan hálfleik var fimm marka munur á liðunum, 21:16. Muninn náði ÍBV-liðið aldrei að vinna upp og varð að gera sér að góðu að tapa.
Ljóst að mikill munur er á leið KA/Þórs nú og þegar liðin mættust á KG Sendíbílamótinu síðla í ágúst.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 7/6, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 5, Trude Blestrud Hakonsen 4, Susanne Denise Pettersen 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Anna Petrovics 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7, 25,9% – Bernadett Leiner 1, 16,7%.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7/2, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Britney Cots 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 13, 35,1% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.