Nýliðar KA/Þórs hófu leiktíðina í Olísdeild kvenna með tveggja marka sigri á Stjörnunni í kaflaskiptum leik í KA-heimilinu í dag, 24:22. KA/Þór var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9, og náði mest sex marka forskoti í síðari hálfleik, 22:16.
Stjarnan minnkaði muninn í eitt mark, 22:21, með marki Guðmundu Auðar Guðjónsdóttur þremur mínútum fyrir leikslok. Spennan var mikil en Tinna Valgerður Gísladóttir létti aðeins á þegar hún skoraði úr vítakasti fyrir KA/Þór, 23:21, og batt enda á 10 mínútna kafla án marks hjá heimaliðinu. Susanne Denise Pettersen, sem að hefja sitt annað tímabil með KA/Þór bætti við 24. markinu í kjölfarið, 24:21. Stjörnunni tókst að minnka muninn en ekki að ógna sigrinum.

Matea Lonac, markvörðurinn reyndi hjá KA/Þór, varði vítakast á síðustu sekúndu og sá til þess að fyrstu sigur tímabilsins væri upp á tvö mörk.

Mörk KA/Þórs: Anna Þyrí Halldórsdóttir 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 6/4, Susanne Denise Pettersen 5, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 9/1, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Natasja Hammer 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7, 28% – Margrét Einarsdóttir 6, 50%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.