- Auglýsing -

Nýr þjálfari hjá andstæðingi Íslands á HM

- Auglýsing -


Serbneska handknattleikssambandið hefur ráðið Spánverjann Jose Ignacio Pradens Pons í starf landsliðsþjálfara kvenna til næstu þriggja ára. Íslenska landsliðið verður í riðli með serbneska landsliðinu á HM kvenna í Þýskalandi í lok nóvember.


Pons hefur ýmist verið aðal- eða aðstoðarþjálfari spænska kvennalandsliðisins síðustu átta ár samhliða þjálfun félagasliða í heimalandi sínu. Hann tók við kvennalandsliðnu 2021 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í fjögur ár. Þegar Ambros Martín var ráðinn landsliðsþjálfari Spánar 2023 færðist Pons á ný í starf aðstoðarþjálfara og sinnti því fram í apríl á þessu ári er hann sagði starfi sínu lausu.

Serbneska kvennalandsliðið hefur mátt muna sinn fífil fegri á síðustu árum. Pons er ætlað að bæta úr málum og sjá til þess ásamt leikmönnum að serbneska landsliðið verði 12 liða sem tekur þátt í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -