- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur í umspili eftir tvær framlengingar, vítakeppni og bráðabana

Leikmenn Fjölnis taka á móti ungmennaliði Hauka í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í september. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Fjölnir og Víkingur mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn klukkan 14. Það liggur fyrir eftir einn jafnasta og mest spennandi handboltaleik sem fram hefur farið á Íslandsmótinu í handknattleik frá upphafi í Dalhúsum í kvöld. Fjölnir vann, 40:39, eftir hefðbundinn leiktíma, tvær framlengingar, vítakeppni og bráðabana. Goði Ingvar Sveinsson skoraði sigurmark Fjölnis í bráðabana eftir að Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis hafði varið frá Gunnari Valdimar Johnsen.

Hvort lið hefur þar með tvo vinninga í rimmu liðanna og það ræðst á sunnudaginn í Safamýri hvort liðið öðlast sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Víkingur vann tvo fyrstu leiki liðanna en Fjölnir hefur unnið tvo þá síðustu.

Víkingur var marki yfir, 15:14, að loknum fyrri hálfleik. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 27:27. Eftir fyrri framlengingu var jafnt, 31:31, og aftur 36:36. Brynjar Jökull Guðmundsson jafnaði fyrir Víkinga, 31:31. Sigurður Örn Þorsteinsson jafnaði, 36:36, þegar fjórar sekúndur voru eftir af síðar framlengingu. Rétt áður hafði Brynjar Jökull komið Víkingi yfir.


Mörk Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson 10, Goði Ingvar Sveinsson 8, Björgvin Páll Rúnarsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 19.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 8, Gunnar Valdimar Johnsen 7, Halldór Ingi Jónasson 7, Halldór Ingi Óskarsson 5, Brynjar Jökull Guðmundsson 5, Arnar Gauti Grettisson 4, Styrmir Sigurðarson 1, Kristján Orri Jóhannsson 1, Marinó Gauti Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 9, Hlynur Freyr Ómarsson 3.

Handbolti.is var í Dalhúsum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -