- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson lék í kvöld sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með liði sínu Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Oddur hefur verið lengi að koma til baka eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné á síðasta sumri.


Oddur skoraði tvö mörk úr vítaköstum en brást bogalistin í einu þegar Balingen tapaði á heimavelli í fyrir Wetzlar, 28:24. Daníel Þór Ingason skoraði einu sinni fyrir Balingenliðið sem er í fallhættu í næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Minden er stigi fyrir ofan en tvö neðstu liðin falla úr deildinni þegar upp verður staðið.


Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson stefni hinsvegar hraðbyri áfram að þýska meistaaratitlinum með liði sínu, Magdeburg. Magdeburg vann stórsigur á neðsta liði deildarinnar, N-Lübbecke, 38:20, á heimavelli. Ómar Ingi skoraði átta mörk, þar af sjö úr vítaköstum auk tveggja stoðsendinga. Gísli Þorgeir skoraði þrisvar sinnum og átti einnig tvær stoðsendingar.


Eins og stundum áður var Bjarki Már Elísson markahæstur hjá Lemgo í kvöld í fimm marka sigri á útivelli á Melsungen, 23:18. Bjarki Már skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen.


Janus Daði Smárason skoraði fimm mörk, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans, Göppingen, tapaði fyrir Füchse Berlin, 37:31, í Berlín. Hans Lindberg skoraði 10 mörk fyrir Berlínarliðið og endurheimti þar með efsta sæti á lista yfir markahæstu menn deildarinnar. Bjarki Már og Ómar Ingi fylgja Dananum eftir eins og skugginn. Bjarki er þremur mörkum á eftir Lindberg sem á að vísu leik til góða.


Loks gerðu GWD Minden og Hannover-Burgdorf jafntefli, 26:26. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Stigi lyfti Minden-liðinu upp úr fallsæti.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -