- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór bikarmeistari í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson vann svissneska bikarinn í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson varð svissneskur bikarmeistari í dag þegar Kadetten Schaffhausen vann RTV 1879 Basel, 38:33, í úrslitaleik í Gümligen Mobiliar Arena í Bern. Óðinn Þór fór á kostum í úrslitaleiknum og geigaði ekki á skoti. Hann varð einnig markahæstur á vellinum með níu mörk. Þar af skoraði Óðinn Þór þrjú mörk úr vítaköstum.

Þetta er í tíunda sinn sem Kadetten Schaffhausen vinnur svissnesku bikarkeppninna. Síðast vann Kadetten bikarkeppnin fyrir þremur árum. Á síðasta ári lék liðið til úrslita en tapaði 32:30 fyrir HC Kriens en náði fram hefndum í úrslitaleikjum um meistaratitilinn.

Kadetten hefur þegar orðið deildarmeistari á tímabilinu og á fyrir höndum oddaleik við Pfadi Winterhur í undanúrslitum úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar.

LC Brühl varð bikarmeistari í kvennaflokki annað árið í röð. LC Brühl lagði LK Zug, 37:30, í úrslitaleiknum sem fór fram á undan úrslitaleiknum í karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -