Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fimm úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen tapaði fyrir GC Amicitia Zürich, 32:28, í Zürich í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þar með lauk deildarkeppninni í Sviss. Kadetten Schaffhasuen varð deildarmeistari með 47 stig í 27 leikjum. HC Kriens-Luzern varð í öðru sæti með 40 stig.
Úrslitakeppnin tekur við á næstunni. Kadetten Schaffhausen mætir Wacker Thun sem hafnaði í áttunda sæti. Fyrsta viðureign liðanna verður á þriðjudaginn í Schaffhausen.
Óðinn Þór varð fimmti markahæstur í deildinni með 156 mörk í 24 leikjum af 27, 6,5 mörk að jafnaði í leik. Aellen Felix, BSV Bern, varð markahæstur með 185 mörk. Sigrist Luca, HC Kriens-Luzern, var næstur á eftir með 165 mörk.
Lokastaðan í A-deild karla í Sviss: