- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðasson tryggði KA sigur á útivelli gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Hann skoraði úr vítakasti á síðustu sekúndu, vítakasti sem hann vann sjálfur. Lokatölur 30:29, fyrir KA sem var tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.
Sigurinn kemur KA-mönnum í góða stöðu fyrir næstu viðureign liðanna sem fram fer á mánudagskvöld í KA-heimilinu. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. Vinna þarf tvo leiki í átta liða úrslitum til þess að ná sæti í undanúrslitum.
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá náðu Haukar fjögurra marka forskoti þegar kom fram undir miðjan hálfleikinn. Upp úr því fóru leikmenn KA að bíta enn betur frá sér. Síðustu mínúturnar voru æsilega spennandi svo vart mátti á milli sjá.
Mörk Hauka: Darri Aronsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5/2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2/2, Adam Haukur Baumruk 2, Geir Guðmundsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1, Heimir Óli Heimisson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 9/1, 27,3% – Magnús Gunnar Karlsson 1, 16,7%.
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 9/3, Ólafur Gústafsson 7, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Bruno Bernat 7/1, 33,3% – Nicholas Satchwell 3, 17,6%.
Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.
Leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildar karla er hér.
- Auglýsing -