- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór skoraði sigurmarkið í öðrum úrslitaleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Ljósmynd/Hafliðið Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans í Kadetten Schaffhausen jöfnuðu í dag metin í úrslitarimmunni við HC Kriens um svissneska meistaratitilinn í handknattleik karla. Óðinn Þór skoraði sigurmarkið úr vítakasti þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok, 30:29.

Mikill darraðardans var á síðustu mínútum leiksins þegar leikmenn Kriens freistuðu þess að ná a.m.k. í framlengingu en leikmönnum Kadetten lánaðist að halda fengnum hlut í heimsókn sinni í Kriens Krauerhalle.

Óðinn Þór skoraði alls sex mörk í leiknum, eitt þeirra úr vítakasti, þ.e. markið dýrmæta í lokin.

HC Kriens var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:16.

Liðin hafa þar með einn vinning og mætast næst á sunnudaginn í Schaffhausen. Vinna þarf þrjár viðureignir til þess að verða meistari. Kadetten á titil að verja.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -