Hornamaðurinn snjalli Óðinn Þór Ríkharðsson er veikur og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn austurríska landsliðinu í síðari vináttuleiknum sem fram fer í Linz síðdegis. Viðureignin hefst klukkan 17.10.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands. Aðrir þeir sem eru í EM-hópnum eru við hestaheilsu og reiðubúnir í síðasta leikinn í undirbúningnum fyrir Evrópumótið. Fyrsti leikurinn á EM verður á föstudaginn gegn Serbum í Ólympíuhöllinni í München.
Sautján íslenskir handknattleiksmenn verða á skrá í viðureigninni á eftir. Hún verður send út á RÚV. Einnig verður handbolti.is með textalýsingu frá leiknum.
Leikmannahópur Íslands.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (259/21).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (50/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (86/94).
Aron Pálmarsson, FH (169/647).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (106/369).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (3/0).
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (38/76).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (67/158).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (52/116).
Haukar Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (24/30).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (73/116).
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC (30/60).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (75/358).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (64/173).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (7/8).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (45/115).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (77/35).