- Auglýsing -
„Því miður náðum við ekki okkar besta leik í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, í stuttu samtali við handbolta.is eftir að Valur tapaði naumlega fyrir ÍBV, 23:22, í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum síðdegis.
Með tapinu sá Valur á eftir efsta sæti deildarinnar í greipar leikmanna ÍBV nú þegar hálfs mánaðar hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni í kvennaflokki.
„Of margir leikmenn hittu ekki á sinn besta dag og þá er erfitt að eiga við sterkt lið ÍBV. En leikmenn mínir sýndu mikinn karakter og vilja í lokin og við vorum hársbreidd frá því að næla okkur í stig,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, svona heilt yfir.
- Auglýsing -