- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ofast hefur verið skorað eftir gegnumbrot

Ómar Ingi Magnússon hefur skorað flest mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leikmenn íslenska liðsins hafa skorað 83 mörk í þremur leikjum á EM, sem er 27,67 mörk í leik; Serbía 27:27, Svartfjallaland 31:30 og Ungverjaland 25:33. Flest mörkin hafa verið skoruð eftir gegnumbrot, eða átján.

Hér kemur listinn yfir skoruð mörk; Serbía, Svartfjallaland, Ungverjaland og samtals mörk:

Leikur:123samt.:
Gegnumbrot47718
Úr horni66315
Langskot47213
Vítaköst43613
Hraðaupphlaup61310
Af línu2529
Miðja – tómt mark1226

* Ólafur Ingi Magnússon hefur skorað flest mörk eftir gegnumbrot, eða 5. Viggó Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Janus Daði Smárason 2, Aron Pálmarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2.

* Arnar Freyr  Arnarsson skorði tvö mörk af línu gegn Serbíu.
* Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk af línu gegn Svartfjallalandi og Sigvaldi Björn Guðjónsson eitt.
* Elliði Snær skoraði tvö mörk af línu gegn Ungverjalandi.

* Elliði Snær hefur skorað 4 mörk frá miðju; í tómt markið og Viggó Kristjánsson eitt.

* Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk úr horni og 3 mörk eftir hraðaupphlaup gegn Serbíu. Það gerði Sigvaldi einnig.

* Bjarki Már skoraði 2 mörk úr horni gegn Svartfjallalandi og eitt eftir hraðaupphlaup. Sigvaldi skoraði tvö mörk úr horni.
* Stiven Tobar Valencia og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu sitt hvort markið úr horni gegn Svartfjallalandi.

* Bjarki Már skoraði eitt mark úr horni og eitt eftir hraðaupphlaup gegn Ungverjalandi; bæði í fyrri hálfleik. Sigvaldi skoraði tvö mörk úr horni.

Viðureign Íslands og Þýskalands í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik hefst klukkan 19.30 í kvöld. M.a. verður fylgst með leiknum í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -