- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar að læra mistökum sem við gerðum á EM

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þegar hlutirnir ganga ekki upp er engin ástæða til þess að gleyma þeim. Það er okkar að læra af þeim mistökum sem við gerðum á EM, vinna með þau og læra af þeim. Ég horfi á þetta mót sem vonbrigði og við þurfum að nýta þessi vonbrigði til góðra verka,“ segir segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins og síðastnefndi fjölmiðilinn vitnar til í dag.

Rúm vika er liðin síðan íslenska landsliðið lauk keppni á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ekki tókst að ná markmiðinu sem sett var um að öðlast sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem haldin verður upp úr miðjum mars.

Spilamennskan ekki nægilega góð

„Við náðum ekki markmiðum okkar, spilamennskan var ekki nægilega góð og hún var kaflaskipt. Það vantaði mikið upp á og að komast ekki í undankeppni Ólympíuleikanna var mikil vonbrigði,“ segir Snorri Steinn sem þegar er byrjaður að líta í eigin barm og draga sinn eigin lærdóm eftir sitt fyrsta stórmót í stól landsliðsþjálfara.

Lærði milljón hluti

„Ég lærði milljón hluti um sjálfan mig, hvernig það er að vera á svona móti sem þjálfari, og það er ótrúlega margt sem ég tek með mér út úr þessu. Þetta var gríðarlega mikil reynsla fyrir mig og gerði mér mjög gott,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -