- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar bíður mjög krefjandi verkefni

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk í fjórum skotum í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem leikur í Frakklandi um þessar mundir. Donni hefur gert það gott með PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni á leiktíðinni en PAUC situr í öðru sæti. Hann er markahæsti leikmaður liðsins með 45 mörk og á einn samherja í franska liðinu, miðjumanninn Nicolas Claire, sem ekki hefur átt fast sæti í 16-manna hópi Frakka á HM. Um tíma var markvörður PAUC, Wesley Pardin, einnig í franska liðinu hér í Egyptalandi og fór á kostum. Hann meiddist illa í kappleik í byrjun vikunnar og farinn til síns heima.


„Franskur handknattleik gengur út á vera stór og sterkur og vinna alla leik,” sagði Donni léttur í bragði þegar handbolti.is hitti hann við hótel íslenska landsliðsins á Giza-sléttunni í gær.

„Allir leikmenn franska liðsins eru í mjög góðu líkamlegu formi. Þeirra aðal er að leika vörnina mjög vel, og ná því vegna þess hversu hraustir þeir eru. Okkar bíður þar af leiðandi mjög krefjandi verkefni að fást við franska landsliðið,“ sagði Donni sem kom til PAUC í sumar eftir tveggja ára veru hjá ÍBV undir handarjaðri Erlings Richardssonar. Hann er alinn upp hjá Fjölni og lék í fjögur ár undir stjórn Arnars Gunnarssonar sem hafði mótandi áhrif á Donna þegar hann hóf að æfa fyrir 12 árum eftir að hafa byrjað í körfuknattleik á barnsaldri.

Mikil áhersla lögð á styrk

Donni segir að mikil áhersla sé lögð á líkamlegan styrk í æfingum í Frakklandi en það sé hinsvegar ekki það eina. „Menn verða að vera sterkir en geta um leið hreyft sig eðlilega. Það er ekki nóg að vera vel á sig kominn en um leið verða menn að vera „athletic.“

Donni segist taka því hlutverki sem honum verði úthlutað í þessum leik við Frakka í dag, hvort sem það verður stórt eða smátt. „Ég reyni að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ef ég fæ að spila þá verð ég alsæll.“

Hlakkaði til að hitta Pardin

Donni segist finna til með félaga sínum, markverðinum Pardin sem sleit krossband í leik Frakklands og Sviss fyrir fjórum dögum. „Ég hlakkaði til að hitta Pardin. Af því verður ekki en kannski rekst ég að miðjumanninn, Claire. Leikurinn við Frakka verður vonandi skemmtilegur.“

Mikill missir

Donni segir að fjarvera Pardin markvarðar sé mikill missir jafnt fyrir franska landsliðið og PAUC. Pardin hafi verið með um 40% hlutfallsmarkvörslu í leik í haust og vetur og skotið öðrum frönskum markvörður ref fyrir rass.

„Það verður forvitnilegt að sjá hvernig leyst verður úr þeirri stöðu sem komin er upp hjá liðinu mínu. Pardin hefur bjargað okkur oftar en einu sinni á keppnistímabilinu með sínum vörslum,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, eini íslenski landsliðsmaðurinn um þessar mundir sem leikur í Frakklandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -