- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur þykir alltaf gaman að leika við Norðmenn

- Auglýsing -

„Við virtumst vera komnir með tök á þeim þegar leið á síðari hálfleikinn. Búnir að vinna upp fimm marka forskot og erum svakalega nærri því að vinna boltann í jafnri stöðu þegar fjórar til fimm mínútur voru eftir. Boltinn dettur í hendur Svíana sem komast yfir aftur. Það var mikilvægur tímapunktur,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U20 ára landsliðs karla eftir þriggja marka tap íslenska liðsins gegn Svíum, 30:27, í krossspili um sæti fimm til átta á EM 20 ára landsliða í Slóveníu í dag.

Hrós á strákana

„Seinni hálfleikur var frábær hjá strákunum eftir svolítið basl í fyrri hálfleik. Þeir unnu upp forskot Svíanna. Í fyrri hálfleik dreifðum við álaginu á milli leikmanna enda komnir langt inn í mótið. Þetta var sjöundi leikurinn okkar. Mér fannst það ganga vel upp hjá okkur að dreifa álaginu. Sú ákvörðun okkar virtist vera að skila okkur miklu í síðari hálfleik. Ég vil hrósa strákunum að vera klárir í slaginn og halda áfram allt til enda,“ sagði Einar Andri sem sér fram á leik við Noreg á sunnudaginn um 7. sætið á mótinu sem er besti árangur sem þessi árgangur hefur náð á stórmótum.

Einar Andri segir leikmenn hafa lært af reynslunni frá fyrri viðureigninni við Svía. Það hafi leikið tvo erfiða leiki á tveimur dögum og sé í fyrsta sinn í átta liða úrslitum á stórmóti. “Ég er ánægður með hversu vel strákarnir vinna úr hlutunum. Vinna vel enda er góð þróun á liðinu.”

Ætlum að klára frábært mót á sigri

Framundan er leikur við Norðmenn um 7. sætið á sunnudaginn klukkan 10. „Okkur Íslendingum þykir alltaf gaman að leika við Norðmenn. Við ætlum okkur að klára frábært mót með alvöru leik,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari U20 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is í Lasko í Slóveníu í dag.

Lengra viðtal er við Einar Andra í myndskeiði efst í fréttinni.

„Ég vista þetta inn á símann“

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Frábær síðari hálfleikur nægði ekki – Ísland mætir Noregi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -