- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Alfreð byrsti sig og menn hrukku í gang

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, tryggði sér þriðja sæti A-riðils handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með öruggum sigri á brasilíska landsliðinu í síðasta leiknum í þessum riðli, 29:25. Leikmenn þýska liðsins hresstust þegar Alfreð byrsti sig við þá eftir nærri 20 mínútna leik. Fram til þess tíma var leikurinn jafn.

Þýska landsliðið mætir þar með liðinu sem hafnar í öðru sæti í B-riðli í átta liða úrslitum. Eins og staðan er nú verður það annað hvort egypska eða sænska landsliðið. Það skýrist eftir að viðureign Dana og Svía verður lokið en hún hefst klukkan 12.30.


Brasilíumenn og Argentínumenn hafa lokið handknattleikskeppninni eins og Japanir og Portúgalar sem voru í fimmta og sjötta sæti í B-riðli. Brasilíska landsliðið komst í átta liða úrslit á ÓL 2016 en tókst ekki að endurtaka leikinn að þessu sinni.


Þjóðverjar tóku völdin í leiknum við Brasilíu eftir um 20 mínútur en áður hafði Alfreð talað hressilega yfir sínum mönnum í leikhlé. Þá höfðu þeir verið í mesta basli og verið undir af og til. Þýska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12, og náði mest sex marka forskoti í síðari hálfleik.


Juri Knorr kom sterkur inn í þýska liðið þegar á leikinn leið. Hann skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Steffen Weinhold. Leonardo Dutra var markahæstur í brasilíska landsliðinu með sjö mörk.


Lokastaðan í A-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -