- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar eru á hálum ís – Svíar í átta liða úrslit

Pauletta Foppa og samherjar í franska landsliðinu hafa ekki náð sér á gott skrið á Ólympíuleikunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar eiga það á hættu að komast ekki í átta liða úrslit í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum eftir að þeir töpuðu fyrir ólympíumeisturum Rússa í nótt, 28:27, í hörkuleik í næst síðustu umferð í B-riðli. Gerist það er um sögu til næsta bæjar að ræða.


Frakkar hafa á síðustu árum verið með eitt sterkasta lið heims í handknattleik kvenna og voru til að mynda heimsmeistarar 2017 og Evrópumeistarar árið eftir. Eins lék franska landsliðið til úrslita á EM í Danmörku í desember en tapaði fyrir Noregi, 22:20.


Franska liðið hefur þrjú stig eftir fjóra leiki og mætir Brasilíu í lokaumferðinni. Brasilíska landsliðið hefur þrjú stig í fjórða sæti eftir tap fyrir Svíum í morgun, 34:31.

Misstu boltann

Ilina Ekaterina skoraði sigurmark Rússa í leiknum í nótt tveimur mínútum og 10 sekúndum fyrir leikslok. Franska liðið fékk möguleika eftir það til að jafna metin en hafði ekki heppnina með sér. Síðast nappaði Kseniia Makeeva boltanum af Frökkum þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka.
Fyrrnefnd Ilina var markahæst hjá Rússum með níu mörk. Anna Vyakhireva var næst með fimm mörk.


Allison Pineau var atkvæðamest hjá Frökkum með níu mörk og Laura Flippes skoraði sjö mörk.


Hagur rússneska landsliðsins vænkaðist til muna við sigurinn í nótt. Með honum steig liðið mikilvægt skref inn í átta liða úrslit. Síðar í dag mætast Spánn og Ungverjalandi í lokaleik 4. umferðar B-riðils. Takist spænska liðinu að vinna tryggir það sér sæti í átta liða úrslitum.

Eina taplausa liðið

Sænska landsliðið hefur leikið afar vel á leikunum og er eina taplausa liðið í B-riðli. Elin Hansson og Jamina Roberts skoruðu sex mörk hvor og voru markahæstar í sigrinum á brasilíska landsliðinu í morgun. Carin Strömberg var næst með fimm mörk. Jessica Ryde varði vel í markinu þann tíma sem hún stóð á milli stanganna og var með liðlega 40% hlutfallsmarkvörslu.
Alexandra Do Nascimento skoraði sjö mörk og Ana Paula Rodriques var næst með sex mörk.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -