- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar leika í þriðja sinn í röð til úrslita

Frakkar leika til úrslita á Ólympíuleikunum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkland leikur í þriðja sinn í röð til úrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum eftir að hafa unnið Svía í framlengdum undanúrslitaleik í Lille í dag, 31:28. Sænska landsliðið leikur að sama skapi aðra leikana í röð um bronsverðlaun.


Í kvöld kemur í ljós hvort það verða lið Danmerkur eða Noregs sem leikur til úrslita við Frakkland á laugardaginn. Viðureign Danmerkur og Noregs hefst klukka 19.30.

Svíar voru með yfirhöndina nær allan leikinn í dag en það reyndist þeim ekki nóg. Tamara Horacek jafnaði metin fyrir Frakka, 25:25, 15 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma. Franska liðið komst síðan yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni, 4:3, þegar það skoraði fyrsta mark framlengingarinnar.

Þegar komið var í framlengingu gekk Svíum alla í mót líkt og á síðustu mínútum venjulegs leiktíma.


Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 6/1, Jamina Roberts 5, Linn Blohm 4, Kristín Þorleifsdóttir 4/1, Tyra Axnér 3, Emma Lindqvist 2, Nina Koppang 1, Elin Hanson 1, Olivia Löfqvist 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 16, 37% – Evelina Eriksson 2/2, 40%.

Mörk Frakklands: Tamara Horacekt 8/3, Estella Nze Minko 7, Laura Flippers 3, Meline Nocandy 3, Alivia Toublanc 3, Chloe Valentini 3, Orlane Kanor 1, Lucie Granier 1, Lena Grandveau 1.
Varin skot: Laura Glauser 12/2, 36% – Hatadou Sako 8/3, 53%.

ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -