- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar skelltu Evrópumeisturunum

Leikmenn franska landsliðsins fagna eftir sigurinn á Evrópumeisturunum í nótt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar unnu Evrópumeistara Spánverja örugglega í uppgjöri taplausu liðanna tveggja sem voru þau einu taplausu í A-riðli fyrir viðureignina í nótt. Franska liðið tók forystuna strax í fyrri hálfleik og var með sex marka forskot að honum loknum, 18:12, og hélt síðan sjó í síðari hálfleik og hrósaði fimm marka sigri, 36:31.


Bæði lið tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í síðustu umferð en sigurinn í morgun tryggir Frökkum hinsvegar efsta sæti riðilsins og þá keppnisrétt gegn því liði sem hafnar í fjórða sæti í B-riðli þegar útsláttarkeppnin hefst á þriðjudaginn.


Nedim Remili skoraði níu mörk fyrir franska liðið og Hugo Descat var með sjö í sjö skotum. Remili geigaði aðeins á einu skoti. Nicolas Tournat var næstur með fjögur mörk.


Alex Dujshebaev var markahæstur í spænska liðinu með fimm mörk og Antonio Garcia var næstur með fjögur mörk ásamt Daniel Sarmiento.
Í sama riðli vann Brasilía lið Argentínu, 25:23. Brasilía hefur þar með unnið sín fyrstu stig á leikunum en Argentínumenn eru enn án þeirra.


Klukkan 12.30 leiða Norðmenn og Þjóðverjar saman hesta sína. Leikurinn er báðum liðum mikilvægur, ekki síst þýska liðinu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem hefur tapað tveimur af þremur leikjum til þessa og er alls ekki öruggt um sæti í átta liða úrslitum leikanna.


Staðan í A-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -