- Auglýsing -

ÓL: Leiktímar í undanúrslitum karla

Egyptar hafa verið óstöðvandi í Afríkukeppninni síðustu árin. Mynd/EPA

Nú þegar fyrir liggur hvaða þjóðir mætast í undanúrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum er einnig staðfest hvenær á fimmtudaginn flautað verður til leiks. Sem betur fer verða undanúrslitaleikirnir ekki að nóttu til að íslenskum tíma. Fyrri viðureignin hefst klukkan átta árdegis og hin klukkan tólf eða klukkan 17 og 21 að japönskum tíma.


Kl. 08.00 Frakkland – Egyptaland.
Kl. 12.00 Spánn – Danmörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -