- Auglýsing -

ÓL: „Mikill sviðsskrekkur í okkur“

Dagur Sigurðsson, er nú landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA

„Það var mikill sviðsskrekkur í okkur og ekki síst eftir mjög sterka byrjun Dana í leiknum. Þá fóru menn að skjálfa,“ sagði Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í skilaboðum til handbolta.is eftir 17 marka tap japanska landsliðsins fyrir Ólympíumeisturum Dana í fyrstu umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í dag, 47:30, eins og lesa má um hér.


„Það hjálpaði okkur ekki að við misstum einn okkar besta mann, aðal leikstjórnandann sem var mjög sterkur á HM í janúar, í meiðsli þremur dögum fyrir fyrsta leik. Þar af leiðandi urðum við að endurskipuleggja hlutina hjá okkur. Engu að síður þá var þetta alls ekki nógu gott hjá okkur að þessu sinni,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í skilaboðum til handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -