- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL-molar: Vlah, Gidsel, Pytlick, Uscins, Gómez, Porte, Gerard, Arenhart

Aleks Vlah t.h. og Blaz Blagotinsek liðsfélagi hans í landsliði Slóveníu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Margir Slóvenar önduðu léttar í morgun þegar staðfest var að Aleks Vlah getur tekið þátt í undanúrslitaleik Slóvena og Dana í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Vlah hefur farið mikinn á Ólympíuleikunum. Hann fékk högg á annað lærið í viðureign Noregs og Slóveníu í átta liða úrslitum í fyrradag. Engu að síður skoraði Vlah 11 mörk.
  • Vlah leikur með Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold. Hann var fenginn til félagsins til að fylla skarð Arons Pálmarssonar
  • Karlalandslið Slóveníu er 22. karlalandsliðið í sögunni til þess að komast í undanúrslit í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Slóvenar unnu Norðmenn örugglega í fyrrakvöld, 33:28, og mæta heimsmeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld. 
Undanúrslit föstudaginn 9. ágúst:
Þýskaland – Spánn, kl. 14.30 – RÚV.
Slóvenía – Danmörk, kl. 19.30 – RÚV2.
  • Daninn Mathias Gidsel er markahæstur í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Hann hefur skoraði 47 mörk. Ofangreindur Vlah er næstur með 46 mörk. Simon Pytlick, leikmaður danska landsliðsins, er í þriðja sæti með 44 mörk. 
  • Þjóðverjinn Renars Uscins er í fjórða sæti á lista markahæstu leikmanna með 42 mörk. Spánverjinn Aleix Gómez er næstur á eftir Uscins. Gómez hefur skoraði 40 mörk. Uscins og Gómez verða andstæðingar í fyrri undanúrslitaleik dagsins í karlaflokki þegar Spánverjar og Þjóðverjar mætast. 
  • Í fyrsta sinn frá leikunum 2004 leikur franska landsliðið ekki í úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna þegar leikið verður til úrslita í Lille á sunnudaginn. Eins og kom fram í fyrradag töpuðu Frakkar fyrir Þjóðverjum í framlengdum háspennuleik í átta liða úrslitum, 35:34. 
  • Sennilegt er talið að Valentin Porte og Vincent Gerard hafi leikið sína síðustu landsleiki fyrir Frakkland í fyrradag auk Nikola Karabatic sem tilkynnti á síðasta ári að þátttaka hans á Ólympíuleikunum yrði hans svanasöngur á handknattleiksvellinum eftir stórkostlegan feril. 
  • Barbara Arenhart markvörður brasilíska landsliðsins hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Hún hefur staðið vaktina í marki landsliðsins í tvo áratugi og lauk þeirri vakt á Ólympíuleikunum þar sem brasilíska landsliðið tapaði fyrir norska landsliðinu í átta liða úrslitum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -