- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Spánverjar strönduðu á Späth – Króatar með bakið upp við vegg

David Späth hetja Þjóðverja í leiknum við Spánverja í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag með sigri á Spánverjum í miklum baráttuleik, 33:31.

Hinn ungi markvörður Þjóðverja, David Späth, var maðurinn á bak við sigurinn. Hann átti stórleik í markinu og lagði grunn að því að Þjóðverjum tókst að snúa við taflinu á síðustu 10 mínútunum. Spánverjar voru komnir tveimur mörkum yfir, 30:28, áttu þess kost að ná þriggja marka forskoti. Späth lokaði þá markinu og kórónaði frábæra frammistöðu sína í leiknum.

Þjóðverjar voru sterkari í fyrri hálfleik í frábærum handboltaleik og höfðu tveggja marka forskot að honum loknum, 20:18. Spánverjar voru á hinn bóginn öflugri í síðari hálfleik og virtust vera að tryggja sér sigurinn þegar Späth markvörður tók til sinna ráða auk Renars Uscins í sókninni sem var frábær ásamt Johannes Golla.

Þess má til fróðleiks geta að Späth markvörður U21 árs landsliðs Þýskalands sem varð heimsmeistari fyrir ári. Hann var markvörður keppninnar og kjölfesta þýska liðsins.

Á sama tíma og Þjóðverjar eru komnir áfram liggur nokkuð ljóst fyrir að Spánverjar og Króatar mætast í uppgjöri um sæti í átta liða úrslitum á sunnudaginn í síðasta leik A-riðils.

Andreas Palicka átti stórleik í marki Svía auk þess að skora tvö mörk. Hér fagnar hann með samherjum í sænska landsliðinu eftir sigur á Króötum í dag. Ljósmynd/EPA

Króötum féll allur ketill í eld gegn Svíum í dag eftir góðan upphafskafla. Svíar gegnu á lagið og unnu með 11 marka mun, 38:27, eftir að hafa leikið við hvern sinn fingur í síðari hálfleik. Svíum var sigurinn að sama skapi nauðsynlegur. Þeir voru komnir með bakið upp við vegg auk þess sem tveir sterkir leikmenn höfðu helst úr lestinni, Jim Gottfridsson og Daníel Pettersson.

Mörk Þýskalands: Renars Uscins 8, Johannes Golla 7, Juri Knorr 5, Rune Dahmke 4, Lukas Mertens 2, Christoph Steinert 2, Marko Grgic 2/2, Julian Köster 1, Sebastian Heymann 1, Luca Witzke 1.
Varin skot: David Späth 13, 36% – Andreas Wolff 1, 11%.
Mörk Spánar: Aleix Gómez 10/2, Ian Tarrafeta 4, Daniel Dujshebaev 3, Daniel Fernandez 3, Agustin Casado 3, Abel Serdio 3, Imanol Carciandia 3, Alex Dujshebaev 2.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 9, 28% – Rodrigo Corrales 3, 25%.

Króatía – Svíþjóð 27:38 (15:18).
Mörk Króatíu: Ivan Martinovic 8, Luka Cindric 5, Mario Sostraric 4, Domagoj Duvnjak 3, Lovro Mihic 2, Josip Sarac 2, Tin Lucin 2, Marin Sipic 1.
Varin skot: Dominik Kuzmanovic 14, 39% – Matej Mandic 0.
Mörk Svíþjóðar: Lucas Pellas 9/4, Albin Largergren 5, Sebastian Karlsson 5, Karl Wallinius 4, Jonathan Carlsborgaard 4, Jonathan Edvardsson 3, Lukas Sandell 3, Felix Möller 2, Andreas Palicka 2, Oscar Bergendahl 1.
Varin skot: Andreas Palicka 15, 36% – Tobias Thulin 1/1, 100%.

Japan – Slóvenía 28:29 (15:15).
Mörk Japans: Kosuka Yasuhira 8/4, Naoki Fujisaka 6, Hiroki Motoki 4, Adam Yuki Baig 3, Shuichi Yoshida 2, Jin Watanabe 2, Hiriyasu Tmakawa 2, Naoki Sugioka 1.
Varin skot: Takumi Nakamura 5/1, 26% – Daisuke Okamoto 4, 21%.
Mörk Slóveníu: Aleks Vlah 14/3, Dean Bombac 4, Jure Dolenec 3/1, Miha Zarabec 2, Blaz Janc 2, Blaz Blagotinsek 2, Tilen Kodrin 1, Matej Gaber 1.
Varin skot: Urban Lesjak 5, 25% – Klemen Ferlin 2, 13%.

Leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -