- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Þórir stýrir eina taplausa landsliðinu

Þórir Hergeirsson og leikmenn norska landsliðsins hafa unnið alla leikina á Ólympíuleikunum í Tókýó. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er eina taplausa handknattleikslið Ólympíuleikanna þegar riðlakeppnin er að baki í kvenna- og karlaflokki. Noregur vann Japan örugglega í síðasta leik riðlakeppninnar í Tókýó í dag, 37:25, og hafnaði í efsta sæti riðilsins. Reyndar var norska liðið öruggt um efsta sætið fyrir viðureignina í dag.


Noregur mætir Ungverjalandi í átta liða úrslitum á miðvikudag. Holland, sem var í öðru sæti A-riðils, tveimur stigum á eftir Noregi, vann Svartfjallaland naumlega í morgun, 30:29. Holland mætir Frakklandi í átta liða úrslitum. Rússland leikur við Svartfjallaland og Suður Kórea glímir við sænska landsliðið sem varð í efsta sæti B-riðils.


Angóla, Japan, Spánn og Brasilía eru úr leik.


Eins og úrslitin gefa til kynna þá var norska landsliðið mun sterkara en það japanska. Munurinn var fimm mörk í síðari hálfleik, 16:11. Í síðari hálfleik var aðeins um formsatriði að ræða hjá norsku konunum að tryggja sér sigurinn.


Marit Malm Frafjord var markahæst með sex mörk og Stina Skogrand var næst með fimm mörk ásam Noru Mörk.


Aya Yokshima og Mana Ohyama voru markahæstar í japanska liðinu með fimm mörk hvor.


Úrslit í A-riðli í lokaumferðinni:
Noregur – Japan, 37:25.
Holland – Svarfjallaland 30:29.
Suður Kórea – Angóla 31:31.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Lokastaðan í B-riðli.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -