Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er sagður hafa samið við ítalska handknattleiksliðið Junior Fasano sem er með bækistöðvar á suðausturhluta landsins. Frá þessu segir á Handkastinu en Ólafur Brim hefur síðustu vikur leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni.
Samningur Ólafs við ítalska liðið mun gilda út keppnistímabilið.
Junior Fasano situr í fjórða sæti í Seria A með 18 stig að loknum 15 leikjum. Fjórtán lið eiga sæti í Seria A. Þar af leiðandi eru 11 umferðir eftir í óleiknar áður en kemur að úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í vor. Triesete og Bezen eru aðeins stigi á eftir í fimmta og sjötta sæti. Albatros er í þriðja sæti með. Ljóst er að hvert stig getur skipt sköpum.
Annar Íslendingurinn á Ítalíu
Ef Ólafur Brim leikur með Junior Fasano verður hann annar íslenski handknattleiksmaðurinn til að leika með ítölsku félagsliði. Guðmundur Hrafnkelsson var markvörður var fyrstur. Hann lék með Papillon Conversano frá 2001 til 2003 sem þá var yfirburðalið ítalska handboltans undir stjórn þjálfarans Krótatans Lino Červar.



