Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Ólafur Andrés Guðmundsson, verður leikmaður franska stórliðsins Montpellier á næsta keppnistímabili. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og um sé að ræða tveggja ára samning.
Reiknað er með að greint verði frá vistaskiptum Ólafs Andrésar á allra næstu dögum. Heimildir handbolta.is herma að allir endar hafi verið hnýttir.
Montpellier hafnaði í öðru sæti í frönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og fékk sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Liðið er eitt það sögufrægasta í frönskum handknattleik og eina franska félagsliðið sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu og það tvisvar, 2003 og 2018. Einnig hefur Montpellier fjórtán sinnum orðið franskur meistari og í þréttán skipti unnið bikarkeppnina.
Ólafur Andrés, sem er 31 árs gamall hefur síðustu sex ár leikið með IFK Kristianstad í Svíþjóð og verið fyrirliði liðsins. Hann lél áður Hannover-Burdord, Nordsjælland og AG Köbenhavn auk FH þar sem Ólafur lék fram til tvítugs.
Talsverð uppskipti verða á leikmannahópi Montpellier fyrir næsta keppnistímabil. Ekki færri en níu nýir leikmenn eru væntanlegir og að minnsta kosti fimm hafa róið á önnur mið.
Ólafur Andrés verður annar Íslendingurinn til þess að leika með Montpellier. Hinn er Geir Sveinsson sem var leikmaður Montpellier frá 1995 til 1997.
- FH og Valur sameinast um heimavöll á 95 ára afmælisdegi FH
- Dagskráin: Margt um að vera á föstudagskvöldi
- Solberg er óvænt hættur með sænska landsliðið
- Molakaffi: Guðmundur, Arnór, Mørk, Claar
- Einstefna í síðari hálfleik á Ásvöllum