- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óli hefur samið við GOG til fjögurra ára

Óli Mittún í leik með færeyska landsliðinu á EM 20 ára landsliða í sumar. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -


Færeyska ungstirnið Óli Mittún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið GOG til fjögurra ára. Samningurinn tekur gildi næsta sumar. Frá þessu sagði GOG í rétt áður en viðureign GOG og Aalborg hófst í dönsku úrvalsdeildinni eftir hádegið í dag.

Óli, sem er 19 ára, er eitt mesta efni í evrópskum handknattleik. Hann hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félagslið Evrópu á síðustu vikum og mánuðum, þar á meðal Pick Szeged og SC Magdeburg. Óli hefur leikið með Sävehof í Svíþjóð frá sumrinum 2022 og gert það afar gott.

Óli hefur leikið með A-landsliði Færeyja undanfarin tvö ár auk þess að vera burðarás í U17, U18 og U19 ára landsliðinum. M.a. hefur Óli verið valinn besti leikmaður Evrópumóta yngri landsliða auk þess að vera markakóngur. Hann þykir ekki síðra efni á handknattleikssviðinu en náfrændinn, Elias Ellefsen á Skipagøtu.

Systir Óla, Jana, er einnig afar öflug á handknattleikssviðinu og leikur m.a. með færeyska landsliðinu og danska úrvalsdeildarliðinu Viborg.

GOG hefur á síðustu árum verið annað af tveimur stóru liðum í danska handknattleiknum í karlaflokki ásamt Aalborg Håndbold. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með GOG í gegnum tíðina, síðast Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður frá 2019 til 2022.

GOG varð síðasta danskur meistari vorið 2023 og lék m.a. í Meistaradeild Evrópu á síðasta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -