- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís karla: Selfoss og Haukar fögnuðu sigrum

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss og Vilius Rasmias markvörður mæta til leiks í kvöld. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Selfoss vann sanngjarnan sigur á Fram, 32:30, í Sethöllinni á Selfossi í kvöld í viðureign liðanna í Olísdeild karla, þeirri síðustu hjá þeim á þessu ári. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.


Fljótlega í síðari hálfleik náði Selfoss tveggja til þriggja marka forskoti sem Fram tókst ekki að vinna upp. Fram er eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar með stigin sín 15 en hefur lokið 14 leikjum, sem er einu til tveimur leikjum meira en flest önnur lið deildarinnar.

Andri Már skoraði sigurmarkið

Andri Már Rúnarsson tryggði Haukum þriðja sigurinn í röð í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í heimsókn Hafnarfjarðarliðsins í KA-heimilið í kvöld, 29:28. Haukar voru marki yfir í hálfleik, 15:14.


Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir 13 leiki og standa jafnir Selfossi og Stjörnunni. Stjarnan á leik til góða við FH í TM-höllinni á mánudagskvöld.


KA er í 10. sæti þegar hillir undir jólaleyfi leikmanna. KA er með níu stig eftir 13 leiki og er jafnt Gróttu að stigum. Grótta hefur leikið tveimur leikjum færra en KA.


Viðureignin í KA-heimilinu í kvöld var jöfn og spennandi frá upphafi til enda.


Guðmundur Bragi Ástþórsson fór á kostum í liði Hauka með sjö mörk og átta stoðsendingar.


Staðan er í Olísdeild karla.


Selfoss – Fram 32:28 (14:14).
Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Ísak Gústafsson 7/1, Elvar Elí Hallgrímsson 5, Einar Sverrisson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Hannes Höskuldsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Sæþór Atlason 1, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 15/2, 34,9%.
Mörk Fram: Luka Vukicevic 5/4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Ívar Logi Styrmisson 4, Stefán Darri Þórsson 4, Marko Coric 3, Ólafur Brim Stefánsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2/1, Stefán Orri Arnalds 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Alexander Már Egan 1/1, Arnar Snær Magnússon 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 8/1, Lárus Helgi Ólafsson 2, 10%.


KA – Haukar 28:29 (14:15).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7/4, Dagur Gautason 7, Allan Nordberg 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Haraldur Bolli Heimisson 2, Ísak Óli Eggertsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 10, 30,3% – Nicholas Satchwell 5/1, 45,5%.
Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/3, Andri Már Rúnarsson 5, Adam Haukur Baumruk 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 7, 20,6% – Matas Pranckevicus 66,7%.

Sérstök athygli er vakin á að stöðutöflurnar í Olísdeildum kvenna og karla og í Grill 66-deildunum er loksins virkar á ný eftir bilun sem tók því miður alltof langan tíma að finna lausn á. Með stöðutöflunum er ennfremur að finna skrá yfir næstu leiki í deildunum.

Staðan er í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -