Mótanefnd HSÍ hefur staðfest leiktíma í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Sigla varð á milli skers og báru þegar leikjum Aftureldingar og Vals var raðað niður vegna þátttöku Vals í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar sunnudaginn 21. apríl á heimavelli og viku síðar ytra.
Takist Val að komast í úrslit Evrópubikarkeppninnar getur orðið röskun á neðangreindri dagskrá því úrslitaleikirnir eru settir á dagskrá helgarnar 18. og 19. maí og 25. og 26. maí.
24. apríl: Afturelding – Valur, kl. 19.40.
2. maí: Valur – Afturelding, kl. 19.40.
5. maí: Afturelding – Valur, kl. 18.
15. maí: Valur – Afturelding, kl. 19.40.
17. maí: Afturelding – Valur 18.
21. apríl: FH – ÍBV kl. 17 – Kaplakriki.
25. apríl: ÍBV – FH, kl. 17 – Vestmannaeyjar.
28. apríl: FH – ÍBV, kl. 18.30 – Kaplakriki.
1. maí: ÍBV – FH, kl. 17 – Vestmannaeyjar.
5. maí: FH – ÍBV, kl. 19.40 – Kaplakriki.
Ástæðan fyrir um tveggja vikna hléi eru leikir A-landsliðs karla við Eistelendinga í undankeppni HM 8. maí hér heima og 11. maí í Tallin.
Leikir úrslitakeppninnar verða sendir út á Handboltapassanum og valdar viðureignir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.
Fyrsti úrslitaleikur 20. maí
Reiknað er með að fyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn verði mánudaginn 20. maí. Aðrir leikdagar 23., 26., 29. maí og 1. júní.
Leikdagar og leiktímar hafa verið staðfestir í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna og í umspili beggja Olísdeildar. Hlekki á leikjadagskrár er finna hér fyrir neðan:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit