- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olsson ætlar að kveðja Fram – dómarar eru ósanngjarnir

Emma Olsson stendur með upprétta handleggi í miðri vörn Fram í undanúrslitaleiknum við KA/Þór Coca Cola-bikarnum á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sænska handknattleikskonan Emma Olsson leikur ekki með Fram á næsta keppnistímabili. Stefán Arnarson þjálfari Fram staðfesti það í samtali við Vísir í gærkvöld, áður en flautað var til leiks Fram og HK í Olísdeild kvenna. Stefán segir að Olsson telji að íslenskir dómarar taki á ósanngjarnan hátt á brotum sínum.

„Af þeim sökum mun hún klára tímabilið en ekki koma til baka næsta haust,“ hefur Vísir eftir Stefáni eins sjá má á úrklippu hér fyrir neðan.

Fleiri ástæður kunna að vera fyrir því að Olsson hyggst ekki leika hér á landi á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum handbolta.is, úr fleiri en einni átt, hefur afar sterkt félagslið í Þýskalandi augastað á Olsson.


Olsson kom til Fram fyrir tímabilið og hefur verið hreint frábær og verið einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar. Hún tók út leikbann í gær eftir að hafa verið útilokuð undir lok fyrri hálfleiks úrslitaleiks Vals og Fram í Coca Cola-bikarnum fyrir viku. Brotthvarf hennar í úrslitaleiknum raskaði mjög áætlunum Fram, ekki síst varnarleiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -