- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólympíudraumur Polman er úr sögunni

Estavana Polman í leik með hollenska landsliðinu á HM í Japan 2019. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Draumur einnar fremstu handknattleikskonu samtímans, Estavana Polman, um að taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar með heimsmeisturum Hollands er úr sögunni. Polman greindi frá þessu í gær. Hún þarf að gangast undir aðgerð á hné á næstunni og verður þar með frá keppni a.m.k. þangað til nýtt keppnistímabil hefst í september. Polman er leikmaður Team Esbjerg í Danmörku.


Polman, sem er 28 ára gömul, var driffjöður hollenska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari í fyrsta sinn í desember 2019. Var hún m.a. valin besti leikmaður heimsmeistaramótsins og var miðjumaður í úrvalsliðinu.

Polman sleit krossband í byrjun ágúst á síðasta ári og virtist ná undraskjótum bata því hún byrjaði að leika með Esbjerg í apríl. Ljóst var hinsvegar þegar kom fram í maí að ekki fóru saman væntingar og bati. Snemma í desember var Polman borin af leikvelli eftir að hafa meiðst á hné í kappleik með Esbjerg. Hún var engu að síður valin í æfingahóp hollenska landsliðsins undir lok síðasta mánaðar.


Nú er ljóst að ekkert verður af því að Polman leiði hollenska landsliðið til leiks á Ólympíuleikunum í Japan sem hefjast eftir fimm vikur.

„Ég afar vonsvikin en tel þess ákvörðun vera rétta með tilliti til heilsu minnar og með einægri von um að geta haldið ferli mínum áfram þegar fram líðar stundir,“ skrifar Polman m.a. á Instagram síðu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -