- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og félagar settu strik í reikning meistaranna

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og félagar í SC Magdeburg unnu Kiel í kvöld á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:33. Tapið gæti reynst Kiel-liðinu dýrt á lokaspretti deildarinnar en það er í öðru sæti stigi á eftir Flensburg þegar hvort lið á fimm leiki eftir óleikna. Fyrir lið eins og Flensburg og Kiel, sem tapa sjaldan stigum, þá vegur hvert tapað stig þungt í keppninni um þýska meistaratitilinn. Kiel á titil að verja.

Ómar Ingi átti enn einn afbragðsleikinn fyrir Magdeburg. Hann skoraði átta mörk, þar af tvö úr vítaköstum og var markahæstur ásamt Zeljko Musa. Rune Dahmke og Niclas Ekberg skoruðu átta mörk hvor fyrir Kiel. Sá síðarnefndi meiddist á hné í leiknum og fyrstu fréttir benda til þess að meiðslin kunni að vera alvarleg. Reynist svo vera væri það mikið högg fyrir Kiel á lokavikum deildarinnar en einnig fyrir Ekberg sem stefnir á að leika með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Japan í sumar.

Nú hefur Ómar Ingi skoraði 234 mörk í þýsku 1. deildinni og er sex mörkum á eftir Marcel Schiller leikmanni Göppingen.


Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla hjá Magdeburg. Ekki er reiknað með honum aftur í slaginn fyrr en í haust.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -