- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli markahæstir í Búkarest

Mikkel Hansen hefur skorað 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá þýska meistaraliðinu Magdeburg þegar liðið vann Dinamo í Búkarest í Rúmeníu í 1. umferð Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld, 30:28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik 16:16.


Ómar Ingi var markahæstur með sjö mörk. Gísli Þorgeir skoraði fimm og átti tvær stoðsendingar. Ómar Ingi gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta leik Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í nærri tvo áratugi. Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner átti frábæran leik fyrir Magdeburg. Hann var með 40% markvörslu.


Ante Kuduz skoraði sex mörk fyrir Dinamo-liðið og var markahæsti leikmaður.

Fyrsti leikur Bjarka Más


Bjarki Már Elísson var í leikmannahópi Veszprém í fyrsta sinn í talsverðan tíma í kvöld þegar liðið fékk PSG í heimsókn og vann með tveggja marka mun, 36:34.


Bjarki Már er greinilega ekki orðinn fullfrískur af meiðslunum því hann skoraði ekki mark í fyrsta meistaradeildarleiknum á ferlinum. Bjarki Már er vanur að skora í hverjum einasta leik. Daninn Rasmus Lauge átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Veszprém. Danis Kristopans var markahæstur hjá PSG. Hann skoraði sjö mörk.


Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Aalborg þegar liðið vann Celje með fjögurra marka mun á heimavelli, 36:32. Mikkel Hansen fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir Aalborg-liðið og gaf fjórar stoðsendingar. Fleix Claar skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar fyrir Álaborgarliðið. Aleks Vlah skoraði átta mörk fyrir Celje sem er með í Meistaradeildinni eftir eins árs fjarveru

Wisla Plock frá Póllandi vann Porto, 27:23, í síðasta leik 1. umferð Meistaradeildar síðar í kvöld.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Staðan í riðlunum eftir 1. umferð:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -