- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi skoraði 10 mörk – Magdeburg eitt á toppnum

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

SC Magdeburg tyllti sér eitt í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með stórsigri á neðsta liði deildarinnar, Balingen-Weilstetten, á heimavelli í kvöld, 43:29. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur leikmanna Magdeburg. Hann skoraði 10 mörk í 11 skotum, þar af þrjú úr vítaköstum auk einnar stoðsendingar.

Janus Daði Smárason var einnig frábær. Hann skoraði tvö mörk og gaf auk þess sjö stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Magedeburg hefur 56 stig eftir 31 leik. Füchse Berlin er tveimur stigum á eftir auk þess að hafa leikið einum leik fleira.

Magdeburg getur þar með náð fjögurra stiga forskoti vinni liðið leikinn sem það á inni á Berlínarliðið.

Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar fyrir lið Balingen-Weilstetten sem fellur úr deildinni í lok keppnistímabilsins. Oddur Gretarsson var ekki í leikmannahópi Balingen-Weilstetten að þessu sinni.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -