- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi skoraði 13 mörk í heimsókn til Bergischer

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Staða efstu tveggja liða í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir leiki dagsins. Füchse Berlin hefur áfram eins stigs forskot á SC Magdeburg í efsta sæti. Magdeburg á leik til góða sem fyrr. Magdeburg vann Bergischer HC, 30:27, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Ómar Ingi Magnússon lék á als oddi og skoraði 13 mörk í 16 skotum, þar af skoraði hann sjö sinnum úr vítaköstum. Selfyssingurinn átti einnig fjórar stoðsendingar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason skoruðu eitt mark hvor.

Refirnir í kröppum dans

Füchse Berlin lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar, Balingen-Weilstetten sem reyndist sannarlega vera sýnd veiði en alls ekki gefin.

Gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark, 35:34, þegar mínúta var eftir. Berlínarliðinu tókst að hanga á sigrinum eins og hundur á roði.

Oddur Gretarsson var markahæstur og skoraði átta mörk fyrir Balingen, sex þeirra úr vítaköstum hvar hann var með fullkomna nýtingu. Hans Lindberg skoraði 10 mörk fyrir Füchse, níu úr vítaköstum. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Hann leikur með Balingen.

Rólegir Íslendingar

Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í sjö marka sigri liðsins á heimavelli þegar leikmenn Stuttgart komu í heimsókn. Rólegt var yfir Eyjamanninum Elliða Snæ Viðarssyni að þessu sinni. Hann átti ekki markskot og var aldrei vikið af leikvelli. Ole Pregler átti stórleik fyrir Gummersbach með níu mörk og sjö stoðsendingar.

Viggó Kristjánsson kom lítið við sögu og skoraði ekki mark þegar Leipzig tapaði fyrir Eisenach á heimavelli, 31:29. Andri Már Rúnarsson var á hinn bóginn aðsópsmeiri og skoraði fjögur mörk auk stoðsendingar.

Sigurinn getur reynst Eisenach dýrmætur í botnbaráttunni. Liðið er í 16. sæti en er þremur stigum á undan Bergischer sem er næst neðst.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -