- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi var óstöðvandi

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk í dag þegar SC Magdeburg vann nauman sigur á GWD Minden í hörkuspennandi leik á heimavelli, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Níu marka sinna skoraði Ómar Ingi úr vítaköstum þar sem hann reyndist einstaklega skotviss.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk í þremur skotum fyrir Magdeburg-liðið sem er í fimmta sæti deildarinnar. Stefnir allt í að liðið veiti efstu liðunum keppni með sama áframhaldi.


Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu á útivelli fyrir Göppingen, 34:32. Ýmir Örn skoraði eitt mark. Janus Daði Smárason var ekki með Göppingen og verður ekki með næstu mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl fyrir 10 dögum.


Viggó Kristjánsson fór á kostum og skoraði níu mörk, þar af tvö úr vítaköstum þegar Stuttgart vann Guðmund Þórð Guðmundsson og lærisveina, 30:28, á heimavelli Melsungen í dag. Stuttgart hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðum í fallbaráttu þegar leikmenn liðsins mættu ákveðnir til leiks í Melsungen. Elvar Ásgeirsson kom lítillega við sögu í liði Stuttgart.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt af mörkum Melsungen.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Bergischer tapaði naumlega fyrir Leipzig, 30:29, á heimavelli.


Alexander Petersson kom ekkert við sögu hjá Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf, 33:26, á útivelli.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 27(15), Füchse Berlin 23(15), R-N Löwen 23(16), Kiel 22 (12), SC Magdeburg 21(15), Leipzig 19(16), Göppingen 19(16), Bergsicher 18(17), Wetzlar 17(16), Stuttgart 17(18), Melsungen 15(12), Erlangen 15(16), Lemgo 15(16), Hannover-Burgdorf 14(16), Balingen 11(16), Minden 10(15), Nordhorn 8(15), Ludwigshafen 8(17), Essen 5(15), Coburg 5(17).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -