- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Bjarki fögnuðu sigrum – Sigvaldi tapaði

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Magdeburg færðist upp í annað sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld með sigri á Wisla Plock á heimavelli, 28:22. Pólska liðið hélt í við Magdeburg í 40 mínútur að þess sinni. Veszprém heldur þriðja sæti riðilsins eftir stórsigur á Porto, 40:26, í Portúgal í kvöld. Barcelona vann GOG í gærkvöld og situr í efsta sæti.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í sigurleiknum á Plock. Janus Daði Smárason var ekki í leikmannhópi Evrópumeistaranna að þessu sinni. Sömu sögu er að segja um Gísla Þorgeir Kristjánsson. Hann hefur ekki að fullu jafnað sig af beinmari á rist sem hann hlaut í leik Íslands og Króatíu á Evrópumótinu í síðasta mánuði.

Bjarki Már Elísson skoraði tvisvar úr jafn mörgum tilraunum í 14 marka sigri Telekom Veszprém í Porto, 40:26.

Sander Sagosen miðjumaður Kolstad sækir að Richard Bodo og Bence Banhidi í leik Pick Szeged og Kolstad í kvöld. Mynd/EPA

Sigvaldi markahæstur í Szeged

Í A-riðli töpuðu Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad í heimsókn til Szeged í Ungverjalandi, 29:27. Sigvaldi Björn var markahæstur með átta mörk. Línumaðurinn slyngi, Bence Bánhidi skoraði átta mörk fyrir Pick Szeged.

Þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppni Meistaradeildar er ljóst að Kolstad þarf að safna stigum á endasprettinum til að eiga möguleika á sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liðið er sjöunda sæti af átta með níu stigi, er einu stigi á eftir RK Zagreb sem steinlá fyrir Aalborg Håndbold, 32:22, á Jótlandi í kvöld.

Staðan í A-riðli:

THW Kiel11722320:30716
Aalborg11623331:29314
Kielce11533321:30913
PSG11614333:32513
Pick Szeged11614315:31813
RK Zagreb11425289:28910
Kolstad11416311:3099
E. Pelister110011255:3250

Staðan í B-riðli:

Barcelona111001371:31020
Magdeburg11902343:30118
Veszprém11803390:34416
Montpellier11605325:30312
GOG11506332:34910
Wisla Plock11308293:3086
Porto11308316:3816
Celje110011313:3870
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -