- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli stóru hlutverki – leika til úrslita

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Magdeburg leikur til úrslita við Kiel í þýsku bikarkeppninni í handknattleik á morgun. Magdeburg vann öruggan sigur á Erlangen í síðari undanúrslitaleik dagsins í Hamborg, 30:22. Kiel vann Lemgo fyrr í dag með tveggja marka mun, 28:26.


Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu afbragðsleik fyrir Magdeburg. Ómar Ingi skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir skorað fimm mörk og átti tvær stoðsendingar.


Magdeburg var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. 17:13 þegar blásið var til loka fyrri hálfleiks.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -