- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Janus skelltu Elliða og Guðjóni Val

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg endurheimtu efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýjan leik í dag með sigri á lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach á heimavelli, 32:30. Einnig vann Leipzig, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, HC Erlangen, 20:19, í hörkuleik á heimavelli og stökk upp í sjöunda sæti. Gummersbach er á hinn bóginn í 9. sæti eftir tapið í Magdeburg.

Þrjú vítaköst fóru í súginn

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum í sigurleik Magdeburg í dag. Einnig gaf hann þrjár stoðsendingar. Ómari brást bogalistin í þremur vítaköstum sem er harla óvenjulegt. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar. Svíinn Felix Claar var atkvæðamestur með 10 mörk í 12 skotum auk þriggja stoðsendinga.

Brást ekki bogalistin

Elliði Snær Viðarsson var með fullkomna nýtingu í skotum, fjögur skot, fjögur mörk. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.

Viggó og Andri í ham

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson létu til sín taka með Leipzig í sigurleiknum á Nürnbergliðinu HC Erlangen. Viggó skoraði átta sinnum og Andri Már fimm sinnum og hélt upp á að hafa rétt fyrir helgina skrifað undir nýjan samning við félagið.

Viggó skoraði þrjú mörk úr vítaköstum og átti eina stoðsendingu. Andri Már átti eina stoðsendingu og vann boltann í eitt skipti af andstæðingum sínum.

Arnór Þór Gunnarsson var með Bergischer í för til Kiel þar sem liðið tapaði, 39:30. Arnór Þór er aðstoðarþjálfari Bergischer.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -