- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og Stiven eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia komust báðir áfram með liðum sínum í átta liða úrslit í portúgölsku bikarkeppninni í handknatteik í kvöld.

Orri Freyr og liðsmenn Sporting unnu Nazaré Fuas AC, 41:23, á heimavelli. Orri Freyr var markahæstur leikmenna Sporting. Hann skoraði sex mörk í leiknum en álaginu var dreift á milli leikmanna liðsins enda ekki um sterkan andstæðing að ræða.

Stiven Tobar skoraði fjögur mörk og var einu sinni vikið af leikvelli þegar Benfica lagði ABC de Braga, 33:27, í Braga í hörkuleik.

Ekki liggur fyrir hvaða liðum Sporting og Benfica mæta í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Deildarkeppninni lauk í Portúgal fyrir viku og þar af leiðandi engin ástæða til að rugla henni saman við bikarkeppnina eins og sumstaðar hefur verið gert. Úrslitakeppnin hefst 18. apríl. Þangað til verður liðum fækkað í bikarkeppninni. Úrslitahelgi bikarkeppninnar verður í byrjun júní, í lok keppnistímabilsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -