- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggt hjá Aftureldingu í heimsókn á Nesið

Leikmenn Aftureldingar taka á móti Haukum í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Afturelding hélt leikmönnum Gróttu í greipum sér frá byrjun til enda í viðureign liðanna í Olísdeildinni í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld. Niðurstaðan varð þar með öruggur sigur Aftureldingar, 31:25, sem í bili er komin upp að hlið FH með 19 stig. Grótta er áfram í níunda sæti með 11 stig þegar 15 leikjum er lokið.


Mosfellingar voru með gott forskot frá upphafi til enda. Að fyrri hálfleik loknum var munurinn fimm mörk, 16:11. Varnarleikur Aftureldingar var traustur. Með honum var lagður grunnur að forskotinu sem hélst frá byrjun til leiksloka. Framan af síðari hálfleik virtust Gróttumenn ekki líklegir til þess að ógna Mosfellingum að þessu sinni.

Eftir tvö Aftureldingarmörk í framhaldi af leikhléi Gróttu þegar Grótta var sex mörkum undir, 26:20, var ljóst að heimaliðið var ekki líklegt til að þess að koma til baka á endasprettinum. Átta marka munur, 28:20, og tíu mínútur til leiksloka.

Aftureldingarmenn héldu einbeitingu til enda, minnugir síðasta stundarfjórðungsins gegn Fram á dögunum.


Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 7, Theis Koch Søndergard 6, Ari Pétur Eiríksson 3, Andri Þór Helgason 3/2, Jóel Bernburg 2, Hannes Grimm 1, Antoine Óskar Pantano 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Akimasa Abe 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 6, 18,8% – Ísak Arnar Kolbeins 1.
Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 5/2, Blær Hinriksson 4, Bergvin Þór Gíslason 4, Birkir Benediktsson 4, Gestur Ólafur Ingvarsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, 29,6% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2/1, 25%.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -