HK sigraði örugglega á Ragnarsmótinu í handknattleik kvenna sem lauk í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld. Kópavogsliðið vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu, þar á meðal þá síðustu í kvöld gegn Aftureldingu, 29:19. Bæði liðin leika í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Grótta náði þriðja sæti mótsins með því að leggja heimaliðið Selfoss með fjögurra marka mun í síðari viðureign kvöldsins, 27:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Skarð var fyrir skildi hjá Selfossliðinu að Roberta Ivanauskaité lék ekki með en hún meiddist snemma leiks gegn HK á miðvikudagskvöldið. Grótta var með tökin á leiknum frá upphafi til enda og sigur liðsins var aldrei í hættu.
HK – Afturelding 29:19.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 10, Berglind Þorsteinsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Þóra Margrét Sigurjónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Aníta Jónsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Karen Kristinsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Blöndal 7, Susan Ines Gamboa 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Drífa Garðarsdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.
Grótta – Selfoss 27:23 (15:10).
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 5, Helga Guðrún Sigurðardóttir 4, Dagný Lára Ragnarsdóttir 2, Nína Líf Gísladóttir 2, Guðný Hjaltadóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Inga Sól Björnsdóttir 4, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Þrúður Sóley Guðnadóttir 1.