- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggt hjá ungmennaliðum Fram og Vals

Telma Rut Frímannsdóttir leikmaður Aftureldingar sækir að vörn Fram í leiknum í gær. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram heldur toppsæti Grill 66-deildar kvenna þegar þrjár umferðir eru að baki en keppni í deildinni hófst aftur í dag með fjórum leikjum. Fram-liðið sótti Aftureldingu heim að Varmá í kvöld og vann nokkuð öruggan sigur með þriggja marka mun, 25:22. Lokaleikur umferðinnar var í Origo-höllinni á Hlíðarenda þar sem ungmennalið Vals lagði Gróttu með talsverðum yfirburðum, 28:18. Valur hafði sex marka forskot í hálfleik, 15:9.


Að Varmá var Fram-liðið mun sterkara í fyrri hálfleik og hafði fimm marka forskot að honum loknum, 12:7. Aftureldingarliðið hresstist í síðari hálfleik en ekki nóg til að brúa bilið. Afturelding er án stiga en hefur leikið einum færra en Fram þar sem Afturelding sat yfir í fyrstu umferð í haust.

Úlfhildur Tinna Lárusdóttir í hraðaupphlaupi í leiknum við Fram í gær. Mynd/Raggi Óla


Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Ragnhildur Hjartardóttir 5, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Anamaria Gugic 2, Drífa Garðarsdóttir 2, Susan Ines Gamboa 2, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 1, Krístín Arndís Ólafsdóttir 1.

Mörk Fram U: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 8, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 2, Svala Júlía Gunnarsdóttir 2, Harpa Elín Haraldsdóttir 1.

Mörk Vals U: Karlotta Óskarsdóttir 9, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 4, Guðlaug Embla Hjartardóttir 2, Sigrúna Ása Ásgrímsdóttir 2, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 1, Elína Lárusdóttir 1 – reyndar einu marki ofaukið en svona er nú leikskýrslan.

Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Patricia Dúa Thompson Landmark 1, Edda Steingrímsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -