- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur heimasigur ÍBV

Sunna Jónsdóttir er alltaf öflug í liði ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV vann Hauka með sex marka mun, 29:23, í viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Þar með tókst Haukum ekki að lauma sér upp fyrir Fram áður en tvær síðustu umferðir deildarinnar fara fram. Fram og Haukar eru jöfn að stigum með 28 stig hvort átta stigum á eftir deildarmeisturum Vals.

ÍBV situr sem fyrr í fjórða sæti með 22 stig og mun hafna í því sæti hver sem úrslit tveggja síðustu leikjanna verða. ÍBV mun þar með mæta ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar eftir páska.

ÍBV-liðið byrjaði með látum í kvöld og skoraði sex af fyrstu sjö mörkum leiksins áður en leikmenn Hauka náðu áttum og tókst að minnka muninn í tvö mörk, 8:6. Eftir það var munurinn ekki nema eitt til tvö mörk, ÍBV í vil, fram að hálfleik.

Í síðari hálfleik tók heimaliðið öll völd á leikvelli og slakaði ekki á tökunum fyrr en flautað var til leiksloka.

Sunna Jónsdóttir lék vel að vanda. Hún skoraði sjö mörk í níu skotum auk þess að eiga þrjár stoðsendingar. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex mörk auk fimm stoðsendinga. Skotnýting hennar hefur oft verið betri. Þótt Karolina Olszowa hafi ekki skoraði mörg mörk þá bætti hún það upp með sex stoðsendingum. Marta Wawrzykowska var vel á verði í markinu, eins og henni nánast er von og vísa.

Elín Klara Þorkelsdóttir var atkvæðamest hjá Haukum eins og oftast nær. Hún skoraði sex mörk auk níu skapaðra færa, þar af sjö stoðsendingar. Annars var sóknarleikur Hauka ekki góður í síðari hálfleik auk þess sem markvarslan var ekki upp á það besta.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 4, Amelía Einarsdóttir 2/2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 12/1, 36,4% – Réka Edda Bognár 0.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 5, 26,3% – Margrét Einarsdóttir 3, 17,6%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -