- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óskar markahæstur – Birta lék vel en skoraði ekki

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Drammen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Í gær vann Drammen liðsmenn Bækkelaget örugglega, 22:18, á heimavelli í þriðju umferð deildarinnar. Óskar Ólafsson var að vanda atkvæðamikill í liði Drammen. Hann skoraði fimm mörk og var markahæstur. Honum brást bogalistinn í þremur markskotum.

Drammen hefur þar með fullt hús stiga eftir leikina þrjá sem að baki eru í deildinni. Elverum hefur sama stigafjölda og er einnig taplaust. Arendal er þriðja taplausa liðið en það hefur aðeins leikið tvisvar sinnum.

Birta Rún hjá Oppsal

Birta Rún Grétarsdóttir lék með Oppsal þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Byåsen, 26:21. Henni tókst ekki að skora í leiknum. Birta Rún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu með Oppsal á leiktíðinni en hún er eina íslenska konan sem leikur í efstu deild í Noregi um þessar mundir.

Birta Rún lék með HK áður en hún hélt til Noregs í íþróttaháskóla fyrir þremur árum. Hún virðist hafa tekið talsverðum framförum ytra eftir því sem heimildarmaður handbolta.is í Noregi upplýsti. Birta Rún lék með Kiongsvinger í tvö ár en var í fyrra hjá Førde undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -