- Auglýsing -
Óskar Ólafsson og samherjar í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen komust í dag í undanúrslit í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Þeir unnu Suhr Aarau, 33:32, í seinni viðureign liðanna sem fram fór í Aarau í Sviss í dag og samanlagt með þriggja marka mun, 64:61.
Óskar skoraði þrjú mörk í leiknum og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg var næst markahæstur hjá Drammen með sex mörk.
Auk Drammen er norska liðið Nærbo komið í undanúrslit og Baia Mare frá Rúmeníu. Enn á eftir að útkljá síðari viðureign Alingsås og Plzen frá Tékklandi. Hún fer fram í kvöld. Staðan er jöfn eftir fyrri leikinn í Svíþjóð, 29:29.
- Auglýsing -