- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ótrúlegur viðsnúningur í síðari hálfleik

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Alaobrg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Ótrúleg umskipti urðu í leik Söndru Erlingsdóttur og samherja í danska 1. deildarliðinu EH Aalborg í gær þegar liðið vann AGF á útivelli, 26:25. Leikmenn AGF réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og voru með átta marka forskot að honum loknum, 17:9.

Sandra og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik. Aðeins virtist eitt lið á vellinum þá. Jafnt og þétt vann EH Aalborg upp forskot Árósarliðsins þar sem ekki stóð steinn yfir steini. Kaflaskipti leiksins voru kórónuð með því EH Aalborg skoraði tvö síðustu mörk leiksins og vann með eins marks mun.


Sandra skoraði þrjú mörk og stýrði sóknarleiknum að vanda.

Með sigrinum þá heldur EH Aalborg öðru sæti deildarinnar. Liðið hefur 22 stig eftir 15 leiki. Ringköbing er efst með 23 stig. Ringsted situr í þriðja sæti með 21 stig og þar á eftir eru SönderjyskE, Bjerringbro og Hadsten, hvert með 20 stig.

Náðu ekki öðrum sigri í röð

Leikmönnum Vendsyssel tókst ekki að fylgja eftir fyrsta sigri sínum í úrvalsdeildinni á dögunum í gær þegar liðið fékk Holstebro í heimsókn. Gestirnir voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og unnu með sex marka mun, 29:23, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir, 17:10, að loknum fyrri hálfleik.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir náði sér ekki á strik í marki Vendsyssel. Hún varði aðeins tvö skot þann tíma sem hún stóð vaktina. Steinunn Hansdóttir skoraði þrjú mörk í þremur tilraunum.

Vendsyssel er neðst í deildinni með aðeins þrjú stig eftir 17 leiki og virðist fall í 1. deild blasa við. Fimm umferðir eru eftir óleiknar fyrir úrslitakeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -